Haukar krækja í Hornfirðing

Tómas Orri Hjálmarsson, til vinstri, í leik með Sindra í …
Tómas Orri Hjálmarsson, til vinstri, í leik með Sindra í 1. deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Tómas Orri Hjálmarsson, 19 ára körfuboltamaður frá Hornafirði, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Hauka.

Tómas leikur sem bakvörður og spilaði hálft síðasta tímabil með Marshalltown Community-háskólanum en kom heim um áramót og lauk tímabilinu með Sindra sem var í toppbaráttu 1. deildar. Þar skoraði hann að meðaltali níu stig og tók 4,3 fráköst í leik.

Tómas Orri er í U20 ára landsliðshópi Íslands sem býr sig undir Norðurlandamótið og Evrópumótið í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert