Ragnar Örn Bragason er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Þórs frá Þorlákshöfn.
Þetta er í þriðja sinn sem hinn 28 ára gamli Ragnar Örn semur við Þór.
Það gerði hann líka árið 2015 er hann kom frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Tímabilið 2017/2018 söðlaði hann um og hélt til Keflavíkur en samdi svo að nýju við Þór sumarið 2018.
Ragnar Örn varð Íslandsmeistari með Þórsurum fyrir tveimur árum en lék á síðasta tímabili með ÍR, sem féll niður í 1. deild.