Körfuknattleiksmaðurinn Sæþór Elmar Kristjánsson er genginn í raðir Hattar á Egilsstöðum. Hann kemur til félagsins frá ÍR, þar sem hann hafði leikið allan ferilinn.
Sæþór var í ÍR-liðinu sem fór alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn árið 2018, en tapaði að lokum fyrir KR.
Hann gat ekki komið í veg fyrir fall ÍR-inga úr efstu deild á síðustu leiktíð, en Hattarmenn héldu sér uppi og leika því í deild þeirra bestu á næsta tímabili.