Góðar fréttir fyrir Keflavík

Igor Maric verður áfram hjá Keflavík.
Igor Maric verður áfram hjá Keflavík. Ljósmynd/Keflavík

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Igor Maric skrifaði í dag undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Keflavík.

Maric skoraði 12 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik með Keflavík á síðustu leiktíð, en gat ekki komið í veg fyrir að liðið tapaði í átta liða úrslitum Íslandsmótsins gegn Tindastóli.

Mun hann leika þriðja tímabilið í röð hér á landi, því Maric lék með ÍR áður en hann hélt til Keflavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert