Heldur í háskólaboltann

Ólafur Ingi Styrmisson (nr. 6) í leik með Keflavík í …
Ólafur Ingi Styrmisson (nr. 6) í leik með Keflavík í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ingi Styrmisson mun í sumar yfirgefa herbúðir Keflavíkur þar sem hann heldur vestur um haf og leikur í bandaríska háskólaboltanum. Ólafur Ingi mun nema við Regis-háskólann og leika með liði Regis Rangers.

Karfan.is greinir frá.

Regis-háskólinn er staðsettur í Denver-borg í Colorado-ríki. Regis Rangers leikur í annarri deild bandaríska háskólaboltans.

Hinn tvítugi Ólafur Ingi gekk til liðs við Keflavík frá uppeldisfélagi sínu Fjölni fyrir síðasta tímabil og var með sjö stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu að meðaltali í leik í úrvalsdeildinni.

Hann er í leikmannahópi U20-ára landsliðs Íslands sem tekur þátt á EM og NM í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert