Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og liðsfélagar hans í Rytas Vilníus mátti þola tíu stiga tap, 97:87, fyrir Zalgiris Kaunas í oddaleik liðanna um litháíska meistaratitilinn í körfuknattleik í dag. Zalgiris er því meistari.
Þrátt fyrir tapið átti Elvar fínasta leik en hann skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á aðeins 17. mínútum spiluðum.
Jafnræði var á milli liðanna fyrstu þrjá leikhlutana og var staðan 70:69 fyrir Zalgiris að þriðja leikhluta loknum. Í þeim fjórðu voru þó heimamenn mun sterkari aðilinn, unnu hann 27:18, og samtals 97:87.