Serbinn Nikola Jokic var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta eftir meistarasigur Denver Nuggets á Miami Heat, 94:89, í Denver í nótt.
Með sigrinum tryggði Denver sér sinn fyrsta meistaratitil í 56 ára sögu félagsins. Serbinn var með ótrúlega tölfræði í úrslitakeppninni en hann var með 30 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar að meðaltali í leik.
Enn þá magnaðri tölfræði er sú að Jokic var með flest stig, fráköst og stoðsendingar í allri úrslitakeppninni. Í heildina skoraði hann 600 stig, tók 269 fráköst og gaf 190 stoðsendingar. Vægast sagt ótrúlegt tímabil hjá Serbanum.
NIKOLA JOKIC…THIS IS UNREAL. 🔥 pic.twitter.com/wKzql8dLc0
— Hoop Central (@TheHoopCentral) June 13, 2023