Áfrýjunardómstóll Körfuknattleikssambands Íslands hefur vísað frá áfrýjun Valsmanna vegna fimm leikja bannsins sem Pablo Cesar Bertone, leikmaður Vals, fékk að lokinni úrslitakeppninni í vor.
Bertone fór inn í klefa dómaranna eftir oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn en það er harðbannað og því var hann úrskurðaður í fimm leikja bann.
Í niðurstöðu áfrýjunardómstólsins kemur fram að fjölmörgu hafi verið ábótavant í áfrýjun Valsmanna og verulega hafi skort á að áfrýjunarskjalið sem barst dómstólnum uppfyllti hin ýmsu skilyrði.