Nú getum við farið heim

Nikola Jokic ásamt dóttur sinni eftir að hafa unnið bandarísku …
Nikola Jokic ásamt dóttur sinni eftir að hafa unnið bandarísku NBA-deildina í gær. AFP/Getty Images/Matthew Stockman

Serbinn Nikola Jokic var furðulega rólegur eftir að hafa orðið bandarískur NBA-deildarmeistari í körfubolta í fyrsta sinn. 

Denver-liðið tryggði sér í nótt sinn fyrsta meist­ara­titil í sögu fé­lags­ins með 94:89-heimasigri á Miami Heat í leik fimm af úrslitaeinvíginu. Denver vann því samtals 4:1. 

Jokic var síðar valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en hann var með magnaða tölfræði í úrslitakeppninni.

Serbinn var furðulega rólegur í viðtali eftir leik. Blaðamaður spurði: Hvernig er tilfinningin að vera NBA-meistari? 

Hún er góð, hún er góð. Markmiðinu er náð, nú getum við farið heim,“ sagði stuttorður og afar rólegur Jokic eftir að hann vann stærsta körfuboltatitil í heimi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert