Nýliðarnir styrkja sig

Hamar fagnar sætinu í úrvalsdeild.
Hamar fagnar sætinu í úrvalsdeild. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Karlalið Hamars í körfuknattleik, sem verður nýliði í úrvalsdeildinni á næsta tímabili, hefur bætt við sig leikmanni fyrir komandi átök. Sá heitir Ebrima Jassey Demba og kemur frá Spáni.

Hamar tryggði sér sæti í úrvalsdeild með sigri á Skallagrími í oddaleik í umspili um sætið í vor.

Demba lék með Sindra í næstefstu deild hér á landi á síðasta tímabili. Þar var hann með tíu stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar að meðaltali í leik.

Spánverjinn er 25 ára gamall framherji sem er 202 sentimetrar á hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert