Landsliðsmaðurinn aftur í Garðabæ

Ægir Þór Steinarsson er mættur aftur í Stjörnuna.
Ægir Þór Steinarsson er mættur aftur í Stjörnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og gengið í raðir félagsins á nýjan leik eftir tvö ár sem atvinnumaður í B-deild á Spáni.

Ægir lék með Stjörnunni frá 2018 til 2021, en hefur undanfarin tvö ár leikið með Gipuzkoa og Alicante í næstefstu deild spænska körfuboltans.

Bakvörðurinn er uppalinn hjá Fjölni, en hefur einnig leikið með KR hér á landi. Hann hefur í þrígang orðið bikarmeistari með Stjörnunni og verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert