Áfram í Þýskalandi þrátt fyrir áhuga annarra

Hilmar Pétursson verður áfram í herbúðum Münster.
Hilmar Pétursson verður áfram í herbúðum Münster. Ljósmynd/Münster

Hilmar Pétursson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við þýska félagið Münster og mun hann leika áfram með liðinu á næstu leiktíð.

Hann kom til Münster síðasta sumar og var einn besti leikmaður liðsins í þýsku B-deildinni, þar sem liðið leikur áfram á næstu leiktíð.

„Hann hefur bætt sig mikið síðan hann kom til okkar og getur bætt sig enn meira. Ég er glaður að hann verði hjá okkur í eitt ár í viðbót,“ er haft eftir Götz Rohdewald, þjálfara liðsins, á heimasíðu félagsins.

Hilmar sjálfur er ánægður með framlenginguna. „Ég elska borgina og stuðningsmennina. Við getum náð langt saman og jafnvel komist í umspilið. Það voru fleiri félög sem höfðu áhuga, en ég hafði engan áhuga á að fara annað,“ var haft eftir leikmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert