Bandaríkjamaður til Þorlákshafnar

Nigel Pruitt er genginn í raðir Þórs.
Nigel Pruitt er genginn í raðir Þórs. Ljósmynd/Þór Þorlákshöfn

Körfuknattleiksdeild Þórs frá Þorlákshöfn hefur komist að samkomulagi við Bandaríkjamanninn Nigel Pruitt um að hann leiki með liðinu á næsta tímabili.

Pruitt, sem er 28 ára gamall og 209 sentimetrar að hæð, er með þýskt vegabréf, sem gerir honum kleift að leika sem Evrópubúi hér á landi.

Hann er reynslumikill leikmaður sem leikur oftast í stöðu framherja en getur leyst fleiri stöður.

Síðast var Pruitt á mála hjá Oviedo, þar sem hann var liðsfélagi KR-ingsins Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar í spænsku B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert