Stúlkurnar með fullt hús stiga

Emma Hrönn Hákonardóttir skoraði 17 stig í dag.
Emma Hrönn Hákonardóttir skoraði 17 stig í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst hjá íslenska U18-ára stúlknalandsliðinu í körfuknattleik þegar liðið hafði betur gegn Danmörku á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð í dag.

Leiknum lauk með tíu stiga sigri íslenska liðsins, 68:58, en Emma Hrönn skoraði 17 stig í leiknum.

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 15 stig og tók sjö fráköst og Heiður Karlsdóttir skoraði 12 stig og tók níu fráköst.

Ísland er með fjögur stig eða fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en næsti leikur liðsins er gegn Finnlandi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert