Tékkar í átta liða úrslit

Tékknesku leikmennirnir fagna frábærum sigri í dag.
Tékknesku leikmennirnir fagna frábærum sigri í dag. Ljósmynd/FIBA

Tékkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EM 2023 í körfuknattleik kvenna með naumum sigri á Grikklandi, 79:76, í 16-liða úrslitum keppninnar í Tel Aviv í Ísrael í dag.

Leikurinn var í járnum allan tímann en Tékkar reyndust að lokum hlutskarpari og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum á fimmtudag.

Petra Holesinska var stigahæst hjá Tékkum með 19 stig. Auk þess tók hún þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Stigahæst í leiknum var hins vegar Grikkinn Maria Fasoula sem fór á kostum er hún skoraði 26 stig og tók 13 fráköst.

Liðsfélagi hennar Artemis Spanou var skammt undan með 22 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert