Tekur við kvennaliðinu og leikur með karlaliðinu

Guillermo Sánchez er kominn til Breiðabliks, þar sem hann mun …
Guillermo Sánchez er kominn til Breiðabliks, þar sem hann mun sinna ýmsum störfum hjá körfuknattleiksdeildinni. Ljósmynd/Breiðablik

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Spánverjann Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins og leika með karlaliðinu á næsta tímabili.

Guillermo var spilandi aðstoðarþjálfari Sindra á síðasta tímabili auk þess að þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Hjá Breiðabliki mun hann einnig þjálfa yngri flokka.

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks segir að Guillermo búi yfir prýðis reynslu sem þjálfari eftir að hafa þjálfað um fimm ára skeið í Austurríki, þar sem hann var meðal annars aðalþjálfari hjá kvennaliði í næstefstu deild.

„Mikil ánægja er með ráðningu Guillermo en hann mun koma aftur til landsins í byrjun ágúst og byrja á fullu að þjálfa hjá deildinni,“ sagði einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert