Þýskaland er búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum EM 2023 í körfuknattleik kvenna eftir að hafa lagt Slóvakíu að velli, 79:69, í 16-liða úrslitum keppninnar í Ljubljana í Slóveníu í dag.
Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en Þjóðverjar juku þó hægt og bítandi við forskot sitt og unnu að lokum sterkan tíu stiga sigur.
Marie Gulich fór á kostum í liði Þýskalands er hún skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf fjóra stoðsendingar.
Barbora Wrzesinski var stigahæst í liði Slóvakíu með 18 stig. Skammt undan var liðsfélagi hennar Ivana Jakubcova með 16 stig.
Þýskaland mætir Spáni í átta liða úrslitunum næstkomandi föstudag.