Leikur áfram með Haukum

Daníel Ágúst Halldórsson í leik með Fjölni.
Daníel Ágúst Halldórsson í leik með Fjölni. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Körfuboltamaðurinn Daníel Ágúst  Halldórsson hefur samið við Hauka um að leika með þeim áfram á næsta keppnistímabili

Daníel, sem er 18 ára gamall, kom til Hauka frá Fjölni um mitt síðasta tímabil og spilaði talsvert seinni hluta mótsins og í úrslitakeppninni. Hann skoraði 4,7 stig, tók 2,5 fráköst og átti 2,1 stoðsendingu að meðaltali með Haukunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert