Áfram á Egilsstöðum næstu árin

Einar Árni Jóhannsson
Einar Árni Jóhannsson mbl.is/Hari

Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við Hött á Egilsstöðum til ársins 2026.

Einar Árni, sem þjálfaði bæði karlalið Njarðvíkur og Þórs í Þorlákshöfn, flutti til Egilsstaða ásamt fjölskyldu sinni árið 2021 þar sem hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka og þjálfað meistaraflokkslið Hattar ásamt Viðari Erni Hafsteinssyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert