Höfnuðu í 4. sæti í Svíþjóð

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst.
Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst. mbl.is/Kristinn Magnússon

U18-ára stúlknalandslið Íslands í körfuknattleik hafnaði í 4. sæti á Norðurlandamótinu sem fram fer í Södertälje í Svíþjóð og lýkur í dag.

Íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Eistlandi í lokaleik sínum á mótinu, 63:61, en Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 25 stig.

Íslenska liðið vann tvo leiki á mótinu, gegn Noregi og Danmörku, en tapaði fyrir Eistlandi, Finnlandi og Svíþjóð og fjórða sætið því niðurstaðan.

Úrslitaleikur mótsins milli Finna og Svía fer fram núna í hádeginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert