Paul og Poole skipta um lið

Hinn 38 ára gamli Chris Paul er einn reyndasti leikmaður …
Hinn 38 ára gamli Chris Paul er einn reyndasti leikmaður NBA-deildarinnar. AFP/Matthew Stockman

Körfuknattleiksfélögin Washington Wizards og Golden State Warriors, sem leika í NBA-deildinni í körfuknattleik, hafa komist að samkomulagi um að skipta á Chris Paul og Jordan Poole.

Paul, sem er nýkominn til Washington frá Phoenix Suns sem hluti af öðrum félagaskiptum, fer til Golden State og Poole gengur til til liðs við Washington.

Í skiptunum er einnig falið að Washington fær valrétt í fyrstu umferð nýliðavals NBA-deildarinnar árið 2030 og valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert