Gat ekki komið í veg fyrir tap

Eva Margrét Kristjánsdóttir í leik með Haukum fyrr á þessu …
Eva Margrét Kristjánsdóttir í leik með Haukum fyrr á þessu ári. mbl.is/Óttar Geirsson

Eva Margrét Kristjánsdóttir, landsliðskona í körfubolta, átti góðan leik fyrir lið sitt Keilor Thunder þegar það mátti þola stórt tap, 58:76, gegn Diamond Valley í næstefstu deild Ástralíu í morgun.

Eva Margrét skoraði níu stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á tæpum hálftíma leiknum fyrir Keilor í dag og var næststigahæst í liði sínu.

Keilor hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og situr í 16. sæti af 19 liðum með 8 stig eftir 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka