„Ég hugsa um árin á undan sem ákveðna vegferð í áttina að settu markmiði,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í körfuknattleik, í Dagmálum.
Hallveig, sem er 27 ára gömul, var í lykilhlutverki hjá Val þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu kvennaliðsins tímabilið 2018-19.
„Við ætluðum okkur að koma ártali á vegginn,“ sagði Hallveig.
„Ég er ekki viss um að ég get sagt frá því í myndavél, hversu gott sigurpartíið var.
Þetta var svakalegt partí, ég segi ekki meira,“ sagði Hallveig meðal annars.
Viðtalið við Hallveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.