Spánverjar í úrslit

Spænsku landsliðskonurnar fagna.
Spænsku landsliðskonurnar fagna. AFP/Jure Makovec

Spánn er kominn í úrslit Evrópumóts kvenna í körfuknattleik með því að vinna góðan níu stiga sigur á Ungverjalandi, 69:60, í Lju­blj­ana í Slóven­íu í dag. 

Spánverjar fóru með tíu stiga forystu inn í hálfleikinn, 38:28, og héldu því út mest allan síðari hálfleikinn og unnu að lokum níu stiga sigur. 

Spánverjinn Alba Torrens var langstigahæst í leiknum með 27 stig en hún tók einnig þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Matie Cazorla var næststigahæst í liði Spánar með 16 stig. Hjá Ungverjum var Agnes Studer stigahæst með 13 stig. 

Spænska landsliðið er því komið í úrslitaleikinn en þar mæta Spánverjar Belgíu eða Frakklandi, en leikur þjóðanna er í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka