Evrópumeistarar í fyrsta sinn

Belgar fagna á hliðarlínunni í kvöld.
Belgar fagna á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Belgía er Evrópumeistari kvenna í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögunni eftir dramatískan sigur gegn Spáni í úrslitaleik í Ljubljana í Slóveníu í kvöld.

Leiknum lauk með 6 stiga sigri Belga, 64:58, en Emma Meesseman var stigahæst hjá belgíska liðinu með 24 stig, 8 fráköst og eina stoðsendingu.

Spánverjar voru sterkari aðilinn framan af og leiddu með sjö stigum í hálfleik, 32:25. Spánverjar leiddu með fimm stigum fyrir fjórða leikhluta, 48:43, en Belgar voru sterkari á lokamínútunum og fögnuðu sigri.

Kyara Linskens skoraði 18 stig fyrir Belgíu, tók 15 fráköst og gaf tvær stoðsendingar en Queralt Casas var stigahæst hjá Spáni með 14 stig, eitt frákast og tvær stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka