„Ég held að fyrst og fremst hafi ég verið betri í körfubolta,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í körfuknattleik, í Dagmálum.
Hallveig, sem er 27 ára gömul, æfði einnig fótbolta á sínum yngri árum en ákvað að endingu að velja körfuna frekar.
„Körfubolti er líka spilaður innanhúss,“ sagði Hallveig.
„Við búum á þannig landi að það er fínt að vera í fótbolta tvær vikur á ári, svo er þetta bara vitleysa,“ sagði Hallveig meðal annars.
Viðtalið við Hallveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.