Fertugur fyrirliðinn hvergi nærri hættur

Hlynur Bæringsson verður 41 árs gamall í júlí.
Hlynur Bæringsson verður 41 árs gamall í júlí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlynur Bæringsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Hlynur, sem verður 41 árs gamall í júlí, skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Hann á að baki 475 leiki í efstu deild, þar af 177 með Stjörnunni en hann er uppalinn hjá Skallagrími í Borgarnesi, spilaði með Snæfelli í Stykkishólmi og lék um skeið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Hollandi.

Hlynur hefur verið fyrirliði Garðbæinga undanfarin ár en hann er á leið inn í sitt áttunda tímabil með liðinu.

Alls á hann að baki 129 A-landsleiki fyrir Ísland en Stjarnan hafnaði í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka