Tvöföld tvenna í stórsigri Íslands

Kristófer Acox og Tómas Valur Þrastarson eigast við.
Kristófer Acox og Tómas Valur Þrastarson eigast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tómas Valur Þrastarson fór mikinn fyrir U20-ára landsliðs Íslands gegn Svíþjóð á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri íslenska liðsins, 90:70, en Tómas Valur skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn allan tímann og leiddi með 9 stigum í hálfleik, 44:35.

Almar Orri Atlason skoraði 19 stig og tók sex fráköst og Orri Gunnarsson skoraði 18 stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu en næsti leikur er gegn Noregi á fimmtudaignn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert