Tók eina æfingu að sannfæra stelpurnar

„Hann kom inn með þetta sigurhugarfar sem hann lærði hjá erkifjendunum í KR,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í körfuknattleik, í Dagmálum.

Hallveig, sem er 27 ára gömul, hefur verið fyrirliði Vals undanfarin ár en árið 2017 tók Darri Freyr Atlason við þjálfun kvennaliðs Vals.

Darri var að stíga sín fyrstu skref í þjálfun á þessum tíma en hann er einu ári eldri en Hallveig.

„Hann er einu ári eldri en ég og við þurftum alveg smá tíma til að meðtaka hugmyndina um að einhver stráklingur úr Vesturbænum væri að koma þjálfa okkur,“ sagði Hallveig.

„Svo tók það hann eina æfingu að öðlast trú og virðingu hjá leikmannahópnum,“ sagði Hallveig meðal annars.

Viðtalið við Hallveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Darri Freyr Atlason.
Darri Freyr Atlason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka