Ísland vann sinn fyrsta leik í riðlinum

Almar Atlason var stigahæstur í dag.
Almar Atlason var stigahæstur í dag. Ljósmynd/FIBA

Landslið Íslands í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri bar sigur úr býtum gegn Slóveníu 70:68 í æsispennandi fyrsta leik í riðlinum.

Mótið fer fram í Grikklandi og fór leikurinn fram í borginni Heraklon.

Almar Atlason og Orri Gunarsson áttu báðir frábæran leik en Almar skoraði 27 stig og Orri 21 stig.

Leikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að taka yfirhöndina en að lokum sigldu íslensku landsliðsmennirnir þessu heim eftir gott áhlaup Slóvena undir lok leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert