Almar Orri Atlason átti sannkallaðan stórleik fyrir íslenska U20-ára landsliðið í körfubolta þegar það hóf leik í A-deild EM 2023 með naumum sigri á Slóveníu í Heraklon í Grikklandi í dag.
Almar Orri er aðeins 18 ára gamall, uppalinn KR-ingur sem hefur leikið með liði Sunrise Christian Academy í bandaríska framhaldsskólaboltanum undanfarið ár.
Í 70:68-sigri Íslands á Slóveníu skoraði hann 27 stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Brot af því besta hjá Almari Orra úr leiknum má sjá hér:
One to watch in Europe's U20s:
— NextGen Hoops (@NextGenHoops) July 8, 2023
18-y/o Almar Atlason led Iceland 🇮🇸 to a 70-68 win over Slovenia 🇸🇮 in the #FIBAU20Europe opener.
📊 27 PTS | 9 REB | 3 AST pic.twitter.com/okNiLrb8SD