Pavel Ermolinskij hæstánægður

Pavel Ermolinskij er sáttur með komu Þóris.
Pavel Ermolinskij er sáttur með komu Þóris. mbl.is/Óttar Geirsson

Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik, er vægast sagt sáttur með komu Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar til Íslandsmeistaranna. 

Félagið tilkynnti komu Þóris í dag en kemur hann til liðsins frá Oviedo sem leikur í næstefstu deild Spánar. 

„Þórir er gríðarlega dýrmætur liðsauki fyrir okkur. Hann smellpassar inn í þennan hraða leik sem við viljum halda áfram að þróa enda er hann ekki kallaður „Tóti túrbó“ að ástæðulausu. 

Hann er stöðugt ógnandi, ótrúlega drjúgur og vinnur fyrir liðið með góðum staðsetningum og sendingum á samherja. Síðast en ekki síst er Þórir toppdrengur, góður karakter bæði innan- sem utanvallar. Það skiptir miklu máli,“ sagði Pavel við undirskriftina. 

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson ásamt Pavel Ermolinskji.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson ásamt Pavel Ermolinskji. Ljósmynd/Tindastóll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert