Landsliðsmaður í körfubolta Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Tindastóls.
Þórir kemur til Tindastóls frá Oviedo í næstefstu deild Spánar, þar sem hann lék á síðasta tímabili. Þá á Þórir að baki 23 landsleiki með íslenska landsliðinu en hann er aðeins 25 ára gamall.
Þórir er uppalinn KR-ingur og vann Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum með Vesturbæjarliðinu.
Vesturbæingurinn stundaði svo nám við Nebraska-háskólann í Bandaríkjunum á árunum 2017-2021.
Gekk hann síðar til liðs við hollenska liðið Landstede Hammers og svo loks Oviedo.