Íslenska landsliðið í körfubolta sem samanstendur af leikmönnum 18 ára og yngri ferðast í dag til Portúgal þar sem þeir leika í B-deild Evrópumóts FIBA.
Mótið hefst þann 21. júlí og munu íslensku strákarnir leika í riðli með Austurríki, Bretlandi, Norður-Makedóníu og Noregi. Íslenska liðið leikur fyrsta leik sinn gegn Bretlandi á föstudag klukkan 19.30 að íslenskum tíma.
Leikmenn íslenska landsliðsins eru Arnór Tristan Helgason, Birgir Leó Halldórsson, Birkir Hrafn Eyþórsson, Brynjar Kári Gunnarsson, Friðrik Leó Curtis, Hallgrímur Árni Þrastarson, Hilmir Arnarson, Kristján Fannar Ingólfsson, Lars Erik Bragason, Tómas Valur Þrastarson, Viktor Jónas Lúðvíksson og Þórður Freyr Jónsson.
Þjálfari liðsins er Lárus Jónsson og aðstoðarþjálfarar eru Nebojsa Knezevic og Davíð Arnar Ágústsson.