Njarðvík sækir þrjá erlenda leikmenn

Ena Viso í leik með danska landsliðinu.
Ena Viso í leik með danska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við þrjár erlendar konur um að leika með félaginu á næsta keppnistímabili.

Tynice Martin er 26 ára bandarískur bakvörður sem kemur frá ViVe í Finnlandi þar sem hún lék á síðasta tímabili og skoraði þar 19,5 stig að meðaltali í leik. Hún var valin af Los Angeles Sparks í leikmannavali WNBA-deildarinnar árið 2020 en lék áður með háskólaliði West Virginia.

Andela Strize er 23 ára bakvörður eða framherji frá Króatíu sem lék síðast með Medvescak, þar sem hún skoraði 17 stig að meðaltali í leik síðasta vetur, og hefur leikið allan sinn feril í heimalandinu. Hún lék með U20 ára landsliði Króatíu.

Ena Viso er þrítug landsliðskona Danmerkur með mikla reynslu sem kemur frá BK Amager, þar sem hún hefur spilað undanfarin fjögur ár, og var valin besti bakvörður deildarinnar á síðasta tímabili. Hún lék áður með háskólaliði South Dakota State í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert