Tjáir sig um hjartastoppið

Körfuboltastjarnan LeBron James.
Körfuboltastjarnan LeBron James. KEVORK DJANSEZIAN

Körfuboltastjarnan LeBron James tjáði sig í dag í fyrsta sinn síðan sonur hans, Bronny, lenti í hjartastoppi á æfingu.

Bronny leikur með háskólaliðinu South Carolina en hann hneig skyndilega niður á æfingu fyrr í vikunni. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild en var útskrifaður þaðan samdægurs.

LeBron gaf út tilkynningu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann þakkar öllum þeim sem hafa sent skilaboð og batakveðjur. Öllum í fjölskyldunni líður vel og eru í öruggum höndum. Hann mun tjá sig meira um málið þegar á líður en vildi láta vita að það væri allt á réttri leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert