Körfuboltastjarnan LeBron James tjáði sig í dag í fyrsta sinn síðan sonur hans, Bronny, lenti í hjartastoppi á æfingu.
Bronny leikur með háskólaliðinu South Carolina en hann hneig skyndilega niður á æfingu fyrr í vikunni. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild en var útskrifaður þaðan samdægurs.
LeBron gaf út tilkynningu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann þakkar öllum þeim sem hafa sent skilaboð og batakveðjur. Öllum í fjölskyldunni líður vel og eru í öruggum höndum. Hann mun tjá sig meira um málið þegar á líður en vildi láta vita að það væri allt á réttri leið.
I want to thank the countless people sending my family love and prayers. We feel you and I’m so grateful. Everyone doing great. We have our family together, safe and healthy, and we feel your love. Will have more to say when we’re ready but I wanted to tell everyone how much your…
— LeBron James (@KingJames) July 27, 2023