Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik kvenna hafa bætt við sig tveimur nýjum erlendum leikmönnum.
Leikmennirnir eru fransk-kongóski leikstjórnandinn Mélissa Diawakana og bandaríski bakvörðurinn Kionna Jater.
Mélissa hefur leikið í Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Mexíkó, Póllandi og Slóvakíu og býr því yfir mikilli reynslu og hefur meðal annars spilaði í Evrópukeppni.
Kionna er skotbakvörður sem spilaði með háskólaliði Towson í þrjú ár. Var hún stigahæst hjá liðinu og valin í lið ársins í CCA-deildinni öll árin. Á lokaári sínu í háskólaboltanum skilaði hún 23 stigu, fimm fráköstum og tveimur stoðsendingum að meðaltali í leik.