Haukar semja við finnskan landsliðsmann

Ville Tahvanainen kemur til Hauka frá Bradley Bravers.
Ville Tahvanainen kemur til Hauka frá Bradley Bravers. Skjáskot/Haukar

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð samkomulagi við finnska bakvörðinn Ville Tahvanaien og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeild karla á næsta tímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðlum Hauka. Tahvanainen kemur til Hauka úr liðinu Bradley Braves í Bandaríkjunum þar sem hann skilaði 6,7 stigum, 3,3 fráköstum og 1,3 stoðsendingum í leik. Áður en hann fór til Bandaríkjanna lék hann í finnsku 2. deildinni.

Hann er 23 ára gamall bakvörður, þykir mikið efni og á að baki þrjá landsleiki fyrir Finnland í undankeppni HM 2019 en hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Finnlands. Líklegt er að Tahvanainen verði valinn í æfingahóp finnska landsliðsins sem undirbýr sig fyrir HM sem fram fer í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert