Elvar snýr aftur

Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið þá tólf leikmenn sem munu taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Tyrklandi á næstu dögum.

Liðið er í C-riðli forkeppninnar með heimamönnum í Tyrklandi, Úkraínu og Búlgaríu í riðli.

Alls munu 16 lið berjast um aðeins tvö sæti í síðari umferð forkeppninnar og freista þess að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París næstkomandi sumar.

Ein breyting hefur verið gerð á hópnum frá því síðasta verkefni, æfingamóti í Ungverjalandi, þar sem Elvar Már Friðriksson, leikmaður PAOK í Grikklandi, snýr aftur í leikmannahópinn í stað Sigurðar Péturssonar, leikmanns Keflavíkur.

Í tilkynningu frá KKÍ er greint frá því að Martin Hermannsson, leikmaður Valencia á Spáni, sé ekki 100 prósent leikfær og geti því ekki gefið kost á sér í verkefnið.

Leikmannahópurinn í heild sinni:

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65

Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 11

Jón Axel Guðmundsson · Án félags · 27

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 28

Orri Gunnarsson · Haukar · 2

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 13

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 62

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 30

Styrmir Snær Þrastarson · Belfius Mons, Belgíu · 11

Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 60

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Tindastóll · 24

Ægir Þór Steinarsson (fyrirliði) · Stjarnan · 82

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert