Hefur alltaf dáðst að stemningunni

Callum Lawson með boltann í leik gegn Tindastól.
Callum Lawson með boltann í leik gegn Tindastól. mbl.is/Óttar

Enski körfuboltamaðurinn Callum Lawson skrifaði fyrr í dag undir samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og mun leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Hann gengur til liðs við Tindastól frá Val.

Callum segist alltaf hafa dáðst að stemningunni og umgjörðinni í kringum félagið þegar hann hefur mætt liðinu á síðustu árum. „Það hefur verið mikil áskorun að mæta í Síkið og kljást við bæði frábæra leikmenn og einstakt andrúmsloft.“

Hann lék með þáverandi Íslandsmeisturum Vals er þeir reyndu að endurtaka leikinn á síðasta tímabilið en þurfti að sætta sig við annað sætið er Tindastóll vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. 

„Úrslitarimman á milli okkar í Val og Tindastóls síðastliðið vor er upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Nú mun ég njóta þess að vera með en ekki á móti öllu fjörinu á Sauðárkróki og ég hlakka mikið til að vinna bæði með Pavel og strákunum í liðinu að því verkefni að verja þann langþráða Íslandsmeistaratitil sem náðist í höfn síðastliðið vor.“ Tindastóll hefur keppnistímabilið gegn nýliðum Álftaness í fyrsta leik tímabilsins þann 5. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert