Fjórir nýliðar í landsliðinu

Sara Líf Boama, ein af nýliðunum í íslenska landsliðinu, er …
Sara Líf Boama, ein af nýliðunum í íslenska landsliðinu, er fædd árið 2005. Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er lagt af stað til Södertalje í Svíþjóð þar sem Ísland spilar tvo vináttulandsleiki.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins gerði miklar breytingar á hópnum og í honum eru fjórir nýliðar. Þær Sólrún Inga Gísladóttir, Hanna Þráinsdóttir, Sara Líf Boama og Eva Wium Elíasdóttir eru að fara í sitt fyrsta A-landsliðsverkefni.

Ísland spilar tvo vináttuleiki á föstudaginn og laugardaginn í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2025 sem byrjar í nóvember.

Hópurinn, félagslið og landsleikjafjöldi: 

Þóra Kristin Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörku · 29

Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 11

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 6

Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 7

Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 16

Sólrún Inga Gísladóttir · Haukar · Nýliði

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 16

Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 10

Hanna Þráinsdóttir · ÍR · Nýliði

Þóranna Hodge-Carr · Iona Collage, USA · 5

Sara Líf Boama · Valur · Nýliði

Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri · Nýliði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka