Landsliðsfyrirliði til Íslandsmeistaranna

Tindastóll hefur fengið liðsauka frá Nígeríu.
Tindastóll hefur fengið liðsauka frá Nígeríu. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeistarar Tindastóls hafa krækt sér í fyrirliða nígeríska karlalandsliðsins í körfuknattleik fyrir komandi keppnistímabil.

Hann heitir Stephen Domingo, 28 ára gamall framherji sem er fæddur í San Francisco og lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna, varð heimsmeistari með U17 ára landsliðinu árið 2012, en hefur spilað með landsliði Nígeríu frá 2019. Hann var gerður að fyrirliða landsliðsins fyrir Afríkumeistaramótið árið 2021.

Domingo hefur leikið með Donar í Hollandi og með Lakeland Magic og Fort Wayne Mad Ants í bandarísku G-deildinni, sem er varadeild fyrir NBA. Áður lék hann með háskólaliðum Georgtown og Kaliforníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert