Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á komandi keppnistímabili í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni.
Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar á Grand Hótel í Reykjavík í dag, þar sem Stólarnir fengu 340 stig af 396 mögulegum.
Bikarmeisturum Vals er spáð öðru sætinu og þá er nýliðum Álftaness spáð þriðja sætinu.
Nýliðum Hamars er spáð falli úr deildinni ásamt Breiðabliki.
Spáin í heild sinni:
1. Tindastóll - 340 stig
2. Valur - 305 stig
3. Álftanes - 280 stig
4. Stjarnan - 259 stig
5. Keflavík - 250 stig
6. Grindavík - 240 stig
7. Haukar - 214 stig
8. Þór Þorlákshöfn - 207 stig
9. Njarðvík - 167 stig
10. Höttur - 115 stig
11. Hamar - 92 stig
12. Breiðablik - 72 stig