Íslandsmeistararnir líklegastir – nýliðunum spáð þriðja sæti

Íslandsmeistarar Tindastóls eru taldir líklegir til afreka.
Íslandsmeistarar Tindastóls eru taldir líklegir til afreka. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð efsta sæti úr­vals­deild­ar karla í körfuknatt­leik á kom­andi keppn­is­tíma­bili í spá fyr­irliða, þjálf­ara og for­ráðamanna liða í deild­inni.

Spá­in var op­in­beruð á kynn­ing­ar­fundi deild­ar­inn­ar á Grand Hót­el í Reykja­vík í dag, þar sem Stólarnir fengu 340 stig af 396 mögu­leg­um.

Bikarmeisturum Vals er spáð öðru sæt­inu og þá er nýliðum Álftaness spáð þriðja sætinu.

Nýliðum Hamars er spáð falli úr deildinni ásamt Breiðabliki.

Spáin í heild sinni:

1. Tindastóll - 340 stig

2. Valur - 305 stig

3. Álftanes - 280 stig

4. Stjarnan - 259 stig

5. Keflavík - 250 stig

6. Grindavík - 240 stig

7. Haukar - 214 stig

8. Þór Þorlákshöfn - 207 stig

9. Njarðvík - 167 stig

10. Höttur - 115 stig

11. Hamar - 92 stig

12. Breiðablik - 72 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert