Keflavík hrökk í gang í seinni hálfleik

Daniela Wallen og Anna Ingunn Svansdóttir léku vel í kvöld.
Daniela Wallen og Anna Ingunn Svansdóttir léku vel í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Keflavík er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, en liðið vann 84:58-heimasigur á nýliðum Stjörnunnar í Keflavík í kvöld. Stjarnan er enn án stiga.

Stjörnukonur stóðu vel í Keflavík í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 35:34, Keflvíkingum í vil.

Keflavík sýndi hins vegar klærnar í seinni hálfleik, keyrði yfir Stjörnuna og vann að lokum sannfærandi sigur.

Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík og Anna Ingunn Svansdóttir gerði 14. Katarzyna Trzeciak skoraði 14 fyrir Stjörnuna og Kolbrún María Ármannsdóttir 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert