Njarðvík sótti sterkan sigur í Hafnarfjörðinn

Ville Tahvanainen sækir að körfu Njarðvíkinga. Chaz Williams er til …
Ville Tahvanainen sækir að körfu Njarðvíkinga. Chaz Williams er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvíkingar eru með fullt hús stiga eftir útisigur á Haukum, 94:86, í annari umferð úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, en bæði liðin höfðu unnið leiki sína í fyrstu umferðinni.

Leikurinn var jafn framan af en í lok fyrsta leikhluta settu Njarðvíkingar í skriðgírinn og var staðan eftir fyrsta leikhluta 31:22 fyrir Njarðvík. Sama var uppi á tengingnum í öðrum leikhluta og léku Njarðvíkingar á als oddi og fóru inn í hálfleikinn með 12 stiga forskot, 51:39.

Lítið breyttist í síðari hálfleik og voru Njarðvíkingar alltaf skrefi á undan heimamönnum í Haukum, þrátt fyrir að heimaliðið hafi nokkrum sinnum náð að minnka muninn óþægilega mikið fyrir gestina. Leiknum lauk síðan með sigri Njarðvík 94:86.

Í liði Njarðvíkur var Dominykas Milka með 24 stig. Í liði Hauka skoraði Jalen Moore hvorki meira né minna en 37 stig.  

Haukar 86:94 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka