Elvar magnaður í sigri

Elvar Már Friðriksson var magnaður í liði PAOK í dag.
Elvar Már Friðriksson var magnaður í liði PAOK í dag. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var magnaður í naumum útisigri PAOK á Maroussi, 80:75, í efstu deild Grikklands í körfuknattleik í dag. 

Elvar var stigahæstur allra með 22 stig en einnig tók hann fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar. 

PAOK er í þriðja sæti deildarinnar eftir tvær umferðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert