Fjórði sigur Njarðvíkur í röð

Njarðvíkingar fagna á Akureyri í kvöld.
Njarðvíkingar fagna á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Njarðvík vann sinn fjórða sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið heimsótti nýliða Þórs til Akureyrar og fagnaði 78:65-útisigri.

Fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik, 33:29, og Njarðvík lagði gruninn að sigrinum með ellefu stiga sigri í þriðja leikhluta. Voru Þórsarar ekki líklegir til að jafna í fjórða leikhluta.

Þór er með tvo sigra og þrjú töp í fyrstu fimm leikjunum. Njarðvík er með fjóra sigra og eitt tap.

Tynice Martin gerði 20 stig og tók sjö fráköst fyrir Njarðvík. Emilie Hesseldal bætti við 15 stigum og 19 fráköstum. Lore Devos skoraði 21 stig og tók átta fráköst fyrir Þór og Eva Wium Elíasdóttir gerði 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert