Ekkert fær Keflavík stöðvað

Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir sækir að Kötlu Rún Garðarsdóttur úr …
Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir sækir að Kötlu Rún Garðarsdóttur úr Keflavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík er enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir 93:81-útisigur á Haukum í 5. umferðinni í kvöld. Haukar eru í fjórða sæti með sex stig.

Keflavík vann fyrsta leikhlutann 27:20 en Haukar voru sterkari í öðrum leikhluta og voru hálfleikstölur 51:48, Keflavík í vil. Skoruðu liðin 17 stig hvort í þriðja leikhluta og munaði þremur stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Þar voru Keflvíkingar mun sterkari, skoruðu 25 stig gegn 16, og tryggðu sér tólf stiga sigur.

Daniela Wallen átti afar góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 20 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Anna Ingunn Svansdóttir bætti við 19 stigum.

Keira Robinson skoraði 25 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Hauka. Tinna Alexandersdóttir gerði 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka