Sannfærandi Njarðvíkingar með fullt hús

Chaz Williams lék vel með Njarðvík.
Chaz Williams lék vel með Njarðvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í úrvalsdeild karla í körfubolta en liðið vann ansi sannfærandi heimasigur á Hetti, 107:71, í kvöld. Tapið var það fyrsta hjá Hetti.

Njarðvík lagði grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta, en staðan eftir hann var 32:15. Var Höttur ekki líklegur til að jafna eftir það, en staðan í hálfleik var 58:38. Hélt Njarðvík svo áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik.

Chaz Williams lék vel með Njarðvík, skoraði 24 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Elías Pálsson bætti við 19 stigum.

Obadiah Trotter var stigahæstur hjá Hetti með 18 stig og þeir Adam Ásgeirsson og Gustav Suhr-Jessen bættu við 13 hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert