Liðstyrkur til Grindavíkur

Matija Jokic er kominn til Grindavíkur.
Matija Jokic er kominn til Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Svartfellinginn Matija Jokic og mun hann leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar.

Jokic er stór og stæðilegur miðherji sem lék síðast á Írlandi. Þá hefur hann einnig leikið í neðri deildum Þýskalands og með yngri landsliðum Svartfjallalands. 

Leikmaðurinn þekkir íslenska körfuboltann ágætlega, því hann lék með Hetti í 1. deildinni seinni hluta leiktíðarinnar 2021/22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert